|
Fundakerfi kemur í beinu framhaldi af Málaskrá þar sem hægt er að vísa málum í Málaskrá fyrir fund. Fundakerfið inniheldur upplýsingar um hvern fund fyrir sig og þau mál sem vísað hefur verið fyrir hann. Í fundakerfi er hægt að vinna fundi beint á skjávarpa um leið og fundur fer fram, afgreiða hvert mál fyrir sig og gefa út fundargerð í lok fundar. Auk þess er hægt að vinna bókanir hvers og eins máls fyrirfram til að spara tíma. Fundakerfi býður einnig upp á að hægt er að gera bréf strax eftir fund úr fundakerfi þar sem fram kemur afgreiðsla fundarins.
Mynd 1. Fundaskrá Granna
|
|
|