Granni er gagnagrunnskerfi með kortakerfi frá Autodesk. Gagnagrunnurinn á bakvið Granna er MS SQL en viðmót kerfisins er hannað og forritað í Adobe ColdFusion. Kortagögn eru geymd í MS SQL Server Spatial. Núverandi kortakerfi Granna er í Autodesk Infrastructure en kortavinnsla fer fram í AutoCAD MAP í gegnum FDO.